Einfalt að gera við Sæplast ker

Sæplast einangruð ker eru þekkt fyrir að vera sterk og endingargóð en alltaf geta skemmdir komið fyrir til dæmis þegar keyrt er harkalega með gaffallyftara utan í kerin. Viðgerð á Sæplast kerjum er tiltölulega einföld og með réttum græjum má gera við skemmd á mjög skömmum tíma. Hvort sem skemmdin er lítil djúp rispa eða stórt gaffalgat í gegn má gera við kerið á þann hátt að það endist áfram í mörg ár.

 

 

 

 

 

Til er leiðbeiningamyndband hjá okkur sem sýnir hvernig er gert við ker.