Ecofriendly
Sæplast is committed to protecting the environment
Sjávarútvegsráðstefnan var haldin í Hörpu 24.-25. nóvember en um 70 fyrirlestrar voru haldnir meðal annars um stöðu sjávarútvegs í dag, áhrif Brexit, tækniþróun, afurðir úr aukahráefnum og margt fleira.
Markmið ráðstefnunnar er að stuðla að þróun og framförum, hvetja til áframhaldandi vinnu og stuðla að auknum samböndum og samskiptum. Á ráðstefnunni eru tekin fyrir mikilvæg viðfangsefni á sviði sjávarútvegs og er hún haldin ár hvert.
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands setti Sjávarútvegsráðstefnuna 2016
Nýr ísfiskstogari Samherja var sjósettur sl september en hann er einn fjögurra
togara sem er smíðaður fyrir íslenska úgerð með orkusparnað og bætt öryggi í huga.
Kristján Vilhelmsson ræddi m.a. breytingarnar í fyrirlestri sínum um framfarir skipasmíða.
Jostein Albert Hefsnes fór yfir tæknibreytingarnar sl. ár í fyrirlestri sínum og
ræddi hvaða áhrif bætt tækni gæti haft í framtíðinni.
Jens Garðar Helgason ræddi í áhugaverðum fyrirlestri spennu sem nýjustu kosningar
í Bandaríkjunum hafa valdið og hver staðan er í dag í umhverfi sjávarútvegs miðað við áður.
Ítarlegri dagskrá, fyrirlestra og myndir má finna á vef Sjávarútvegsráðstefnunnar
www.sjavarutvegsradstefnan.is