Öryggi er ekkert slys!

Frá eldvarnaræfingu. Starfsmenn láta reyna á slökkvitæki.
Frá eldvarnaræfingu. Starfsmenn láta reyna á slökkvitæki.

Vikuna 15.-22. október var öryggisvika Sæplast en vikan er partur af árlegu öryggisátaki RPC group.

Markmið vikunnar er að efla öryggisvitund starfsmanna með því að fá þá til að taka þátt í ýmsum verkefnum og einnig í fræðandi námskeiðum. Öryggisvikan hófst með orðaleik en dreginn var út vinningshafi í lok vikunnar. Lausnarorðin voru "Öryggi er ekkert slys" en margir spreyttu sig á þrautinni.

Þrautina má finna hér. 

Hluti af öryggisvikunni var heilsufarsskoðun starfsmanna og var öllum boðið upp á flensusprautu. 
Starfsmenn sátu einnig fyrirlestra og fóru á rýmingar- og eldvarnaræfingu. 

Jón Sæmundsson gæða-og öryggisstjóri Sæplast segir öryggisvikuna nauðsynlega til þess að vekja upp mikilvægt málefni. "Öryggismálin hér hafa þróast mikið síðustu ár og við erum með svokallaða núllslysastefnu þar sem markmiðið er engin slys og það er alltaf ánægjulegt ef vel tekst til. Ef eitthvað kemur upp er það tilkynnt og skoðað vel til þess að fyrirbyggja frekari óhöpp. Einnig hafa verið settir upp leikir þar sem starfsmenn leita eftir mögulegum slysahættum og eiga von á verðlaunum fyrir.  Þetta hefur gengið vel hjá okkur, hluti af góðum árangri í öryggismálum er að hafa vel upplýst starfsfólk sem fer eftir öryggisreglum og er tilbúið að taka þátt í því sem er sett upp til að fyrirbyggja að eitthvað komi fyrir" 

 

 

Jón Sæmundsson undirbýr fyrirlestur um öryggismál                                              Frá námskeiði í eldvarnarmálum