Ecofriendly
Sæplast is committed to protecting the environment
Röskur hópur unglinga úr 9.bekk tók þátt í ruslatínslu með Sæplasti 29.maí sl., en þann dag var Umhverfisdagur Dalvíkurskóla. Genginn var Sandurinn frá árósum Svarfaðardalsár alla leið vestur að syðri hafnagarðinum við Sunnutún og sýnilegt rusl tínt í poka. Sæplast er þátttakandi í Strandhreinsun Íslands, sem er 5 ára átaksverkefni stjórnvalda í hreinsun strandlengjunnar af plasti og öðrum úrgangi. Talsvert mikið var af smádrasli samanborið við árið í fyrra, sérstaklega á kaflanum frá brennustæðinu að Sorphirðusvæði bæjarins. Sæplast styrkir 9.bekk með 120.000 kr framlagi í ferðasjóð fyrir þátttökuna í ár og hvetur þau til að halda áfram að ganga vel um umhverfi sitt hvar sem þau eru stödd. Þetta er sjöunda árið í röð sem Sæplast og Dalvíkurskóli taka höndum saman um að hreinsa upp rusl á Sandinum.
Hér fyrir neðan má sjá unglingahópinn úr Dalvíkurskóla ásamt starfsmanni Sæplasts stuttu eftir ruslatínsluna.