Ecofriendly
Sæplast is committed to protecting the environment
Þessa dagana er CONXEMAR sjávarútvegssýningin haldin í útgerðarbænum Vigo á norðanverðum Spáni. Sýningin stendur yfir dagana 4.-6. október. Á sýningunni, sem talin er meðal þeirra mikilvægustu sem haldnar eru, koma saman, fiskvinnslufyrirtæki, dreifingaraðilar, innflytjendur og útflytjendur frystra sjávarafurða um allan heim. Sýningin var fyrst haldin árið 1999 og hefur síðan vaxið jafnt og þétt bæði hvað varðar fjölda gesta og sýnenda, en sýningarsvæðið er um 31500 m².
Sæplast hefur tekið þátt í Conxemar sýningunni í 15 ár samfleytt. „Staðsetning sýningarinnar í Vigo hentar okkur vel því hún er aðeins 50 kílómetra frá verksmiðju Sæplasts á Spáni,“ segir Daniel Niddam, sölu- og markaðsstjóri Sæplasts. Hann segir Conxemar sýninguna mikilvægan vettvang til að miðla og afla nýjustu markaðsupplýsinga um leið og árlega er gengið frá fjölmörgum samningum á sýningunni. Á Conxemar sýningunni er Sæplast með fjölbreytt úrval lausna sem henta allt frá litlum fiskibátum upp í stórar verksmiðjur.