Ecofriendly
Sæplast is committed to protecting the environment
Sjávarútvegsskóla unga fólksins er nú lokið þetta sumarið. Kennt var á fimm stöðum á Austurlandi, fjórum stöðum á Norðurlandi, í Reykjavík og í Vesturbyggð. Skólinn var rekinn í samstarfi sjávarútvegs- og fiskeldisfyrirtækja, vinnuskóla byggðarlaga og Sjávarútvegsmiðstöðvar Háskólans á Akureyri og kennsla fór fram í júní og júlí. Kennarar þetta sumarið voru 8 og eru ýmist útskrifaðir sjávarútvegsfræðingar frá Háskólanum á Akureyri eða eru enn í námi. Nemendur við skólann voru á aldrinum 13-16 ára og voru 394 sumarið 2020.
Kennarar við skólann þetta ár voru 8. Þar af 4 í fullu starfi í tvo mánuði. Kennslufyrirkomulag er þannig að kennt var 4-5 tíma á dag fjóra daga vikunnar. Nemendur fengu bóklega fræðslu í formi fyrirlestra og leikja, fengu að meta gæði fisks með skynmati, heimsóttu fyrirtæki í sjávarútvegi og tengdum greinum og skoðuðu fiskiskip. Gestafyrirlesarar komu í heimsókn og fræddu nemendur um sjávarútveg. Einnig heimsóttu nemendur björgunarsveitir og fengu fræðslu um þeirra störf.
Sjávarútvegsskólinn hóf starfsemi sína árið 2013 og var þá rekinn af Síldarvinnslunni í Neskaupsstað. Fleiri sjávarútvegsfyrirtæki á Austfjörðum sóttust eftir því að taka þátt í verkefninu og árið 2015 var svo samið við Sjávarútvegsmiðstöð Háskólans á Akureyri um að taka við umsjón skólans. Á næstu árum var ákveðið að kenna skólann á Norðurlandi í samstarfi við sjávarútvegsfyrirtækin þar. Sumarið 2020 var skólinn svo kenndur í fyrsta skipti í Reykjavík, á Sauðárkrók og í Vesturbyggð. Fyrsta rekstrarár skólans voru nemendur rúmlega 20 en 394 ungmenni sóttu skólann sumarið 2020.