Fréttir

Vel heppnuð þátttaka í vörusýningum

„Þátttaka okkar í sýningunni í Brüssel gekk vel og við fengum marga viðskiptavini í heimsókn á sýningarsvæði Sæplasts,“ segir Hólmar Svansson framkvæmdastjóri Sæplasts en alþjóðlegu sjávarútvegssýningunni Seafood Global Expo lauk fyrir skemmstu. Hólmar segir að vegna hryðjuverka í borginni fyrr á árinu hafi menn fundið nokkuð fyrir hertum öryggisráðstöfunum en þrátt fyrir það hafi stemmningin á sýningarsvæðinu verið góð og undirtektir gesta við þeim vörum sem Sæplast sýndi verið góðar.
Lesa meira

Sæplast afhendir ITUB 20 þúsundasta 460 lítra PE kerið

Í lok mars afhenti Sæplast 20 þúsundasta 460 lítra PE kerið sem framleitt er fyrir dótturfyrirtækið ITUB en það sérhæfir sig í útleigu á kerum fyrir matvælaiðnað í Evrópu. Um er að ræða 460 lítra polyethylen einangrað ker sem er mjög sterkbyggt og endingargott og hentar því vel til leiguverkefna.
Lesa meira

Ný heimasíða SÆPLAST

Betri þjónusta með nýrri alþjóðlegri heimasíðu.
Lesa meira