Fréttir

Sæplast er ekki með starfsemi í Rússlandi

Að gefnu tilefni vilja stjórnendur Sæplasts koma því á framfæri að félagið er ekki með neina starfsemi í Rússlandi og hefur aldrei verið. Félagið er ekki með starfstöð í Rússlandi og enginn starfsmaður starfar á vegum fyrirtækisins þar í landi. Sæplast hefur selt ker til Rússlands til fjölda ára ýmist beint eða í gegnum umboðs og/eða dreifiaðila sem starfa á eigin vegum en frá því að Rússland réðst inn í Úkraínu hafa engar vörur verið seldar eða afgreiddar frá Sæplasti inn á Rússlandsmarkað. Fullyrðingar um starfsemi Sæplasts og viðskipti við Rússland eru því rangar. Stjórnendur félagsins hafa reynt að koma þessum skilaboðum á framfæri við þá aðila hjá Yale háskóla sem tekið hafa saman lista yfir félög með starfsemi í Rússlandi, og íslenskir fjölmiðlar hafa vitnað í, en án árangurs. Ennfremur hefur þessum skilaboðum verið komið á framfæri við sendiherra Úkraínu gagnvart Íslandi með milligöngu Viðskiptaráðs Íslands.
Lesa meira

Sjávarútvegsskólinn í heimsókn

Sjávarútvegsskólinn hefur starfað síðan 2013. Skólinn er ætlaður 14-16 ára nemendum með það markmið að auka á áhuga og efla þekkingu á sjávarútvegi og fiskeldi. Að auki að benda nemendum á þá menntunarmöguleika sem í boði eru í framhalds- og háskólum. Skólinn er einnig hugsaður sem tól til að benda krökkum á þá framtíðarmöguleika sem þau eiga í sinni heimabyggð. Árið 2016 tók Háskólinn á Akureyri yfir verkefnið. Sæplast fékk heimsókn frá þessum hressu nemendum föstudaginn 13. júní þar sem þeim var sýnt frá hlutverki Sæplasts í sjávarútveginum.
Lesa meira

Framúrskarandi fyrirtæki verðlaunuð á Icefish 2022

Verðlaun Íslensku sjávarútvegssýningarinnar voru afhent við hátíðlega athöfn miðvikudaginn 8. júní. Verðlaunin settu lokapunktinn á fyrsta dag Íslensku sjávarútvegssýningarinnar sem stendur yfir dagana 8.-10. júní
Lesa meira

Íslenskir fjárfestar ganga frá kaupum á hverfisteypudeild Berry Global Inc

Íslenskir fjárfestar ganga frá kaupum á hverfisteypudeild Berry Global Inc sem mun undir nafninu ROTOVIA verða stærsta hverfisteypufélag Evrópu.
Lesa meira

Sæplast á Seafood Processing Global!

Dagana 26-28. apríl fer fram stærsta sjávarútvegssýning ársins. Hún er að þessu sinni staðsett í Barcelona á Spáni. Um 30.000 manns frá yfir 100 löndum mæta á sýninguna á hverju ári og er hún því frábær vettvangur til þess að kynna starfsemi og vörur fyrir sjávarútveginn.
Lesa meira

Viðurkenningar Sjávarklasans

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra veitti fjórar viðurkenningar Íslenska sjávarklasans til fólks eða fyrirtækja sem eflt hafa nýsköpunarstarf og samvinnu í tengslum við Sjávarklasann. Þau sem hlutu viðurkenningarnar eiga það sameiginlegt að hafa stuðlað að öflugra samstarfi fólks innan sjávarklasans á Íslandi og stuðlað að aukinni verðmætasköpun í frumkvöðlasamfélaginu, að því er kemur fram í tilkynningu.
Lesa meira

Jólakveðja frá SÆPLAST

Við óskum þér og fjölskyldu þinni gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári!
Lesa meira

Framúrskarandi fyrirtæki 2021

Í 12 ár hefur Creditinfo unnið greiningu á rekstri íslenskra fyrirtækja og veitt Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu fyrir árangurinn.
Lesa meira

The Global Fishery Forum & Seafood Expo 2021

Núna í byrjun september var haldin stór sjávarútvegssýning í Rússlandi (The Global Fishery Forum & Seafood Expo 2021).
Lesa meira

Skólatöskur í Dalvíkurskóla

Undanfarin ár hefur Sæplast gefið börnum, sem eru að hefja skólagöngu sína í 1. bekk í Dalvíkurskóla, skólatöskur og var engin undantekning á því þetta árið.
Lesa meira