Fréttir

Upphafsárin í Sæplasti voru ævintýralega skemmtileg

„Þegar ég lít til baka til upphafsáranna þá var þetta fyrst og fremst ævintýralega gaman. Við í starfsmannahópnum höfðum mjög gaman að því sem við vorum að gera, fyrirtækið gekk vel og uppbyggingin var mjög hröð. Auðvitað gekk á ýmsu en vandamálin voru bara til að leysa þau og við vorum staðráðin í að ekkert stæði í vegi fyrir okkur í því verkefni að láta fyrirtækið ganga. Fyrir okkur öllum var þessi framleiðsla nýr heimur og mörg vandamálin sem við þurftum að takast á við en einhvern veginn gekk allt upp á endanum,“
Lesa meira

Strandhreinsun Íslands

Lesa meira

SÆPLAST í 40 ár!

Í dag er tilefni til að fagna, en á þessum degi fyrir 40 árum var Sæplast stofnað á Dalvík.
Lesa meira

Sæplast styrkir börn sem eru að hefja skólagöngu í fyrsta sinn

Undanfarin ár hefur Sæplast gefið börnum sem eru að taka sín fyrstu skref í 1. bekk í Dalvíkurskóla skólatöskur og allt sem til þarf í töskurnar.
Lesa meira

Sjómannadagurinn 2023

Sæplast óskar öllum hetjum hafsins til hamingju með daginn!
Lesa meira

Ruslatínsla 2023

Lesa meira

Framúrskarandi fyrirtæki 2022

Árið 2010 fór Creditinfo að taka saman lista yfir framúrskarandi fyrirtæki á Íslandi. Til þess að teljast framúrskarandi þurfa fyrirtæki að uppfylla ströng skilyrði. Aðeins afreksfólk atvinnulífsins stenst þær ströngu kröfur sem gerðar eru til Framúrskarandi fyrirtækja og þær gefa vísbendingar um að þau séu líklegri til að ná árangri og standast álag en önnur.
Lesa meira

Sæplast er ekki með starfsemi í Rússlandi

Að gefnu tilefni vilja stjórnendur Sæplasts koma því á framfæri að félagið er ekki með neina starfsemi í Rússlandi og hefur aldrei verið. Félagið er ekki með starfstöð í Rússlandi og enginn starfsmaður starfar á vegum fyrirtækisins þar í landi. Sæplast hefur selt ker til Rússlands til fjölda ára ýmist beint eða í gegnum umboðs og/eða dreifiaðila sem starfa á eigin vegum en frá því að Rússland réðst inn í Úkraínu hafa engar vörur verið seldar eða afgreiddar frá Sæplasti inn á Rússlandsmarkað. Fullyrðingar um starfsemi Sæplasts og viðskipti við Rússland eru því rangar. Stjórnendur félagsins hafa reynt að koma þessum skilaboðum á framfæri við þá aðila hjá Yale háskóla sem tekið hafa saman lista yfir félög með starfsemi í Rússlandi, og íslenskir fjölmiðlar hafa vitnað í, en án árangurs. Ennfremur hefur þessum skilaboðum verið komið á framfæri við sendiherra Úkraínu gagnvart Íslandi með milligöngu Viðskiptaráðs Íslands.
Lesa meira

Sjávarútvegsskólinn í heimsókn

Sjávarútvegsskólinn hefur starfað síðan 2013. Skólinn er ætlaður 14-16 ára nemendum með það markmið að auka á áhuga og efla þekkingu á sjávarútvegi og fiskeldi. Að auki að benda nemendum á þá menntunarmöguleika sem í boði eru í framhalds- og háskólum. Skólinn er einnig hugsaður sem tól til að benda krökkum á þá framtíðarmöguleika sem þau eiga í sinni heimabyggð. Árið 2016 tók Háskólinn á Akureyri yfir verkefnið. Sæplast fékk heimsókn frá þessum hressu nemendum föstudaginn 13. júní þar sem þeim var sýnt frá hlutverki Sæplasts í sjávarútveginum.
Lesa meira

Framúrskarandi fyrirtæki verðlaunuð á Icefish 2022

Verðlaun Íslensku sjávarútvegssýningarinnar voru afhent við hátíðlega athöfn miðvikudaginn 8. júní. Verðlaunin settu lokapunktinn á fyrsta dag Íslensku sjávarútvegssýningarinnar sem stendur yfir dagana 8.-10. júní
Lesa meira