Fréttir

Seafood Expo Russia 2019

Í Rússlandi stendur yfir sýningin Seafood Expo Russia dagana 10.-12. júlí. Yfir 7000 gestir mæta á sýninguna og skoða þar vörur frá um 300 fyrirtækjum. Sæplast er með bás á svæðinu og kynnir þar helstu vörur.
Lesa meira

7.000 sneiðar runnu ljúflega niður á Fiskidaginn mikla

Fiskidagurinn var haldinn í 18. sinn helgina 10.-12. ágúst og áætla má að um 36.000 gestir hafi heimsótt Dalvík í blíðskaparveðri þessa helgi.
Lesa meira

Flokkun á Fiskidaginn mikla og undirritanir vegna styrktarsamninga

Miðvikudaginn 4. júlí undirrituðu fulltrúar fjögurra aðila samvinnusamning sem snýr að flokkun á rusli sem til fellur á Fiskideginum mikla. Undirritunin fór fram í brekkunni við hátíðarsviðið í miðbæ Dalvíkur.
Lesa meira

Sýning Sjóminjasafnsins - Fiskur og fólk, sjósókn í 150 ár.

Sjóminjasafnið enduropnaði helgina 9. og 10. júní með tveimur glæsilegum sýningum og koma Sæplast ker við sögu í annarri þeirra.
Lesa meira

Litrík söfnunarker til flokkunar á sorpi.

Í samstarfi við Samherja hefur Sæplast framleitt söfnunarker til flokkunar á sorpi á sjó, og hófst framleiðsluferli kerjanna sl. september.
Lesa meira

iTub ker komin yfir 35 þúsund

Árið byrjar vel hjá systurfélagi Sæplast, iTub, en fyrirtækið framleiddi á dögunum ker númer 35.000 til leigu til viðskiptavinar erlendis. iTub var stofnað árið 2010 af Sæplast og norskum sjávarútvegsfyrirtækjum með því markmiði að leigja út ker í Noregi. Seinna fór fyrirtækið einnig að leigja út ker til annarra landa.
Lesa meira

Sæplast í Vladivostok í Rússlandi

Sæplast ásamt hóp íslenskra fyrirtækja í sjávarútvegi heimsóttu borgina Vladivostok í Rússlandi þar sem ráðstefnan Fishermen Congress var haldin 5. og 6. október.
Lesa meira

Öryggi er ekkert slys!

Vikuna 15.-22. október var öryggisvika Sæplast en vikan er partur af árlegu öryggisátaki RPC group.
Lesa meira

Icefish: 12. sýningin á 33 ára sýningarferli.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra setti íslensku sjávarútvegssýninguna ásamt bæjarstjóra Kópavogs, Ármanni Ólafssyni en sýningin var sett að þessu sinni í tólfta sinn, haldin fyrst sama ár og Sæplast hóf störf, árið 1984. Sýningin var haldin sl. viku, dagana 13.- 15. september.
Lesa meira

Sæplast í Vietfish í Víetnam dagana 29.-31. ágúst

Vietfish, ein stærsta sjávarútvegssýning í Asíu var haldin dagana 29.-31. ágúst í Ho Chi Minh í Víetnam. Sýningin er núþegar gríðarlega stór, tæplega 9 þúsund fermetrar með yfir 350 básum frá sýnendum frá um 14 löndum. Heimsóknir á sýninguna fóru vel yfir 16 þúsund og því ljóst að sýningin er gott tækifæri til þess að kynna vörur á borð við Sæplast kerin sem eru hönnuð með stykleika, endingu og að tryggja gæði vörunnar í huga. Ísland þykir vera ofarlega á lista yfir þau megin lönd sem sýna vörur á Vietfish.
Lesa meira