Fréttir

Ferðafélagi sumarsins 2020

Lesa meira

Verk og vit frestað fram í október

Framkvæmdaaðili sýningarinnar Verk og vit hefur að höfðu samráði við Embætti landlæknis og samstarfsaðila sýningarinnar ákveðið að fresta sýningunni sem halda átti í Laugardalshöll 12.-15 mars næstkomandi fram til 15.-18. október 2020. Í ljósi aðstæðna vegna COVID-19 setur framkvæmdaaðili sýningarinnar heilsu og hag sýnenda, þjónustuaðila og gesta sýningarinnar í forgang og er þessi ákvörðun tekin nú áður en uppsetning hefst á sýningunni. Verk og vit hefur skipað sér sess sem uppskeruhátíð bygginga- og mannvirkjageirans en á síðustu Verk og vit sýningu 2018 sóttu um 25.000 manns sýninguna. Með hliðsjón af eðli sýningarinnar og þeim fjölda fólks sem sækir sýninguna heim, þá væri það erfiðleikum bundið að framfylgja að fullu leiðbeiningum almannavarna. Til að gæta ýtrasta öryggis sýnenda og gesta þá er sýningunni eins og áður er nefnt frestað fram í október 2020.
Lesa meira

Seafood Expo Russia 2019

Í Rússlandi stendur yfir sýningin Seafood Expo Russia dagana 10.-12. júlí. Yfir 7000 gestir mæta á sýninguna og skoða þar vörur frá um 300 fyrirtækjum. Sæplast er með bás á svæðinu og kynnir þar helstu vörur.
Lesa meira

7.000 sneiðar runnu ljúflega niður á Fiskidaginn mikla

Fiskidagurinn var haldinn í 18. sinn helgina 10.-12. ágúst og áætla má að um 36.000 gestir hafi heimsótt Dalvík í blíðskaparveðri þessa helgi.
Lesa meira

Flokkun á Fiskidaginn mikla og undirritanir vegna styrktarsamninga

Miðvikudaginn 4. júlí undirrituðu fulltrúar fjögurra aðila samvinnusamning sem snýr að flokkun á rusli sem til fellur á Fiskideginum mikla. Undirritunin fór fram í brekkunni við hátíðarsviðið í miðbæ Dalvíkur.
Lesa meira

Sýning Sjóminjasafnsins - Fiskur og fólk, sjósókn í 150 ár.

Sjóminjasafnið enduropnaði helgina 9. og 10. júní með tveimur glæsilegum sýningum og koma Sæplast ker við sögu í annarri þeirra.
Lesa meira

Litrík söfnunarker til flokkunar á sorpi.

Í samstarfi við Samherja hefur Sæplast framleitt söfnunarker til flokkunar á sorpi á sjó, og hófst framleiðsluferli kerjanna sl. september.
Lesa meira

Túnaðarmaður - niðurstöður

Kosning um trúnaðarmann fór fram á dögunum og niðurstöður eru eftirfarandi: 1. sæti : Svavar með 12 atkvæði 2. sæti : Ásgeir með 7 atkvæði 3. sæti : Ingvar með 5 atkvæði Aðrir kosnir fengu færri atkvæði
Lesa meira

iTub ker komin yfir 35 þúsund

Árið byrjar vel hjá systurfélagi Sæplast, iTub, en fyrirtækið framleiddi á dögunum ker númer 35.000 til leigu til viðskiptavinar erlendis. iTub var stofnað árið 2010 af Sæplast og norskum sjávarútvegsfyrirtækjum með því markmiði að leigja út ker í Noregi. Seinna fór fyrirtækið einnig að leigja út ker til annarra landa.
Lesa meira

Ánægja með söfnunarker

Upp á síðkastið hafa verið í framleiðslu söfnunarker til flokkunar á sorpi. Kerin eru tvískipt og lokin merkt með litum og merkingu. Söfnunarkerin hafa nú þegar verið tekin í notkun á öllum ísfiskskipum Samherja og ÚA. Um miðjan janúar verður næsta framleiðslulota tekin í notkun á línuskipinu Önnu EA 305 og uppsjávarskipunum Vilhelm Þorsteinssyni EA 11 og Margréti EA 710.
Lesa meira